Smækka letur Stækka letur

Margrét Pála Ólafsdóttir
margretpala[at]hjalli.is

Margrét Pála Ólafsdóttir hefur um árabil flutt fyrirlestra um ýmsa þætti uppeldisstarfs. Margrét Pála er höfundur Hjallastefnunnar þar sem unnið er að jafnrétti kynjanna með kynjaskiptu skólastarfi. Í fyrirlestrum sínum fjallar Margrét Pála um ástæður kynjaskiptingarinnar og segir frá ólíkum áherslum í stúlkna- og drengjauppeldi Hjallastefnunnar. Margrét Pála er leikskólakennari að mennt en hún útskrifaðist frá Fósturskóla Íslands árið 1981, lauk framhaldsnámi í stjórnun frá sama skóla árið 1996 og árið 2000 lauk hún meistaragráðu í uppeldis og menntafræði frá Kennaraháskóla Íslands. Margrét Pála stofnaði árið 2000 fyrirtækið Hjallastefnuna ehf. sem rekur nú 12 leik- og grunnskóla á grunni þjónustusamninga við sveitarfélög. Margrét Pála hlaut árið 1997 Jafnréttisverðlaun Jafnréttisráðs og ráðherra jafnréttismála fyrir Hjallastefnunna og hefur síðan hlotið fjölda viðurkenninga fyrir frumkvöðlastarf sitt í skólamálum.Jafnréttisstofa
Jafnréttisstofa
Þessi vefur er hannaður af D10.is
D10.is
Þróunarverkefnið Jafnréttisfræðsla í leik- og grunnskólum
Jafnréttisstofa | Borgum v/Norðurslóð | 600 Akureyri
bergljot[at]jafnretti.is | sími 460-6200 Hafðu samband

Fræðslufulltrúi Jafnréttisstofu
Bergljót Þrastardóttir

bergljot[at]jafnretti.is Jafnréttisstofa Borgum v/ Norðurslóð sími 460-6200

Lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla
Á öllum skólastigum skulu nemendur hljóta fræðslu um jafnréttismál þar sem m.a. skal lögð áhersla á að búa bæði kynin undir jafna þátttöku í samfélaginu, svo sem í fjölskyldu og atvinnulífi.

Þróunarverkefnið Jafnréttisfræðsla í leik- og grunnskólum

Samstarfsverkefni Reykjavíkur, Akureyrar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar, Jafnréttisstofu, félags- og tryggingmálaráðuneytisins sem miðar að því að auka og efla jafnréttis- og kynjasjónarmið í leikskólum og grunnskólum.

Helga Helgadóttir
MA ritgerð

"...drengir og stúlkur hugsa ekki á sama hátt um störf. Náms- og starfsráðgjafar þurfa að vera meðvitaðir um að það er mögulegt og jafnframt æskilegt að hafa áhrif á þessa hugsun."